top of page

Psychiatry

Hvernig byrjaði geðfræðslan ?

 

Geðfræðsla Grófarinnar hóf göngu sína árið 2014 undir stjórn Eymundar Eymundssonar sem þá hafði öðlast reynslu af slíku starfi hjá Hugarafli í Reykjavík. Geðfræðsluteymi Grófarinnar hefur farið með fræðslu fyrir vinnuskóla Akureyrarbæjar, framhaldsskólana MA og VMA ásamt grunnskólum Akureyrarbæjar. Teymið hefur reyndar teygt anga sína út fyrir Eyjafjörð og vegna eftirspurnar var farið með fræðslu til Neskaupsstaðar, Ísafjarðar og Bolungavíkur. Einnig hefur teymið farið með samfélagsfræðslur fyrir foreldra, kennara og aðstandendur í ýmsum bæjarfélögum. Innan Eyjafjarðar, hefur geðfræðslan verið fastur liður í skólastarfi grunnskóla Akureyrarbæjar frá árinu 2015 þó hlé hafi orðið á starfinu í tvo vetur vegna heimsfaraldurs.  

356804900_641848947861621_7638708276453047117_n.jpg

Geðfræðsluteymið veturinn 2022-2023: Agnes Ýr, Elín Ósk, Helgi Már, Sigurður Gísli, Sonja Rún og Inga María

“Its odd that we are always working with the consequences instead of starting from the beginning and give young people the opportunity to build themselves up instead of waiting until its to late. The fact that it takes months to get help from the school psychologist forces parents to buy services. Many people can not afford that. A lot of young people have a difficult time with their mental health and we maintain that that would not be the case with other illnesses. We can’t cure with medicine, what we need is understanding and support from society and its leaders about the help that is needed for these children as soon as possible. Its more cost efficient to take care of the problem right away." - Eymundur interview in mbl.is

Hvernig fer geðfræðslan fram?

Geðfræðslan er ávallt sniðin að markhópnum en það geta meðal annars verið grunnskólanemendur, framhaldsskólanemendur eða fullorðnir einstaklingar á vinnumarkaðnum. Til að byrja með innihélt fræðslan tvær batasögur einstaklinga úr teyminu þar sem markmiðið var að veita innsýn í geðrænar áskoranir, bataferli og bjargráð. Haustið 2022 var fyrirkomulaginu breytt lítillega. Nú skiptist fræðslan í tvo hluta, annars vegar er talað almennt um geðheilsu, geðrækt og tilfinningar. Í hinum hlutanum deilir notandi Grófarinnar sinni persónulegu reynslu af andlegum veikindum og segir frá því hvernig hann/hún náði bata. Síðan taka við spurningar, umræður og frekari vangaveltur en útfærsla á því fer eftir aldri og þroska markhóps. 

 

Nemendur í grunn- og framhaldsskólum hafa til að mynda fengið tækifæri í fyrri fræðslum til að spyrja nafnlausra spurninga og hér má sjá nokkur dæmi.  

I'm strong and will get through the anxiety

In everyday life how hard would you say it was to be bipolar or depressed?

Hi! I have no question but thanks for this tutorial, but it was really cool. I'm a great person.

I'm strong and will get through the anxiety

Where did you first get help? How are you feeling now?

Where did you first get help? How are you feeling now?

It is good to see that people can live a normal life with mental illness.

Hvert er markmð geðfræðslunnar?

Markmiðið með þessu starfi er að auka þekkingu fólks í samfélaginu á geðheilsu, geðrækt og geðrænum vanda. Einnig að opna umræðuna um þessi málefni og draga úr fordómum gagnvart fólki sem glímir við geðræn veikindi. Rannsóknir hafa líka sýnt það að ekkert virkar jafnvel og milliliðalaus samskipti með þetta markmið að leiðarljósi (Stuart o.fl., 2014). Tilgangur verkefnisins er aftur á móti ekki einungis að upplýsa heldur jafnframt að hvetja einstaklinga til að leita sér hjálpar ef þörf er á. Þá kemur fram í öllum geðfræðslum hvað hægt er að gera til að bregðast við erfiðum tilfinningum og hvert ber að leita ef þörf er á faglegri aðstoð. Von okkar er að einstaklingar upplifi síður skömm vegna eigin vanlíðan, fái svör við ýmsum spurningum og að hægt verði að grípa fyrr inn í málin þegar geðrænn vandi er til staðar.  

Sources:

Sigrún Daníelsdóttir (2017). Mental health is created in childhood. Retrieved from https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item32132/gedheilsan-verdur-til-i-aesku

​

Stuart, H., Chen, S., Christie, R., Dobson, K., Kirsh, B ....  and Whitley, R. (2014). Opening Minds in Canada: Targeting Change. The Canadian Journal of Psychiatry, 59 (Appendix 1), pp. 13-18. Retrieved from https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/25565705

bottom of page